Vörumerkjastofa
með smá tvisti
Á Tvist eru málin alltaf krufin til mergjar og bestuð með hag viðskiptavinarins að leiðarljósi. „Af því bara“ er aldrei rétta svarið og við erum óhrædd við að kafa djúpt – þó markmiðið sé ávallt að skapa aðgengilegt og skiljanlegt efni fyrir rétta markhópinn.




Vörumerkjastofan Tvist var stofnuð sumarið 2016. Haustið 2018 komum við okkur upp nýrri heimahöfn í Þórunnartúni með enn fegurra útsýni en áður og góðum anda. Það væsir ekki um okkur þar enda heldur sóknin í átt að meiri árangri, meiri gleði og meiri töfrum áfram — og það á fullu stími.


Vörumerki eru í grunninn samspil væntinga, tilfinninga, myndmáls og minninga sem verða til í huga viðskiptavina
Teymið okkar
Tvist leggur áherslu á að vera faglegur og notalegur vinnustaður. Við hlúum að hæfileikum starfsfólksins okkar og við trúum því að góðar hugmyndir verði til í góðri stemningu.
Kári Sævarsson
Stofnandi og hugmyndastjóri

Ragnar Jónsson
Stofnandi og hugmyndastjóri

Sigríður Ása Júlíusdóttir
Stofnandi og hönnunarstjóri

Alexandra Ægisdóttir
Viðskiptastjóri / Framleiðandi

Linda Dögg Hlöðversdóttir
Verkefna- og birtingastjóri

Guðmundur Heiðar Helgason
Almannatengill og hugmyndasmiður

Ívar Björnsson
Grafískur hönnuður

Emma Theodórsdóttir
Upplýsingahönnuður

Bobby Breiðholt
Umsjónarhönnuður

Diljá Jóhannsdóttir
Grafískur hönnuður

Margrét Lóa Stefánsdóttir
Grafískur hönnuður
Sigurjón Bjarni Sigurjónsson
Birtingaráðgjafi og verkefnastjóri
Fílar þú góða tónlist? Finnst þér makríll góður á brauð? Kannski passarðu í hópinn okkar.
Fjölbreyttur hópur viðskiptavina
Tvist nýtur þeirra forréttinda að vinna með framsýnum fyrirtækjum sem leitast við að byggja upp sín vörumerki með langtímahugsun að leiðarljósi. Við störfum bæði sem ráðgjafar og sem viðbót við teymi innanhúss.
Samanlögð bransareynsla
113 ár
Kaffibollar drukknir
35.000+
Meðalaldur starfsfólks
29 ára



