Nýir tímar í Holtagörðum

Stór breyting varð á Holtagörðum við opnun á stærstu “outletum” landsins. Endurvekja þurfti vörumerki Holtagarðar og skapa aukna vitund um verslunarkjarnann.

Hero

markaðsráðgjöf

Holtagarðar er nútímalegur og stílhreinn verslunarkjarni sem býður upp á þægilegt og afslappað umhverfi. 

“Outlet-in” sem opnuðu í Holtagörðum eru svokölluð “Premium Outlet”, en það eru snyrtilegri og nútímalegri verslunarrými en í mörgum “outletum”. Við vildum því forðast gengisfella Holtagarða með því að nota orðið ÚTSALA eða TILBOÐ! Við unnum að því að gera heimsóknir þangað eftirsóknarverðar, og því þurfti einnig að móta nýjan raddblæ og slagorð verslunarkjarnans.

Frískað var upp á litapalletu og áhersla var lögð á að gera hana einfalda, líflega og nútímalega. Sérsniðinn myndheimurinn sækir innblástur sinn í tískubransann og þá verslun og þjónustu sem í boði er í nýjum og endurbættum Holtagörðum.

Nafn Holtagarða er þekkt og því var ákveðið að nýta stílhreint og nútímalegt letur í stað hefðbundins myndmerkis. 

Raddblær Holtagarða er mannlegur, afslappaður og ekki of alvarlegur. Öll sem vilja versla, grúska og skoða eru velkomin í Holtagarða. “Úrval merkja á einum stað” er slagorð sem lýsir vel þeirri sérstöðu sem Holtagarðar hafa. Mikið úrval af úrvalsvörumerkjum.

Þórunnartún 2
105 Reykjavík

TVIST á Instagram
TVIST á Facebook

Hefur þú áhuga á samstarfi?

Við erum alltaf til í gott kaffispjall

©TVIST 2012 - 2025.

Allur réttur áskilinn