Kallaútkall Mottumars
Hópefli er náttúrafl sem getur komið karlmönnum á hreyfingu

hugmyndavinna
grafísk hönnun
framleiðsla
stefnumótun
Mikilli fjölgun krabbameinsgreininga er spáð á næstu árum og nauðsynlegt er að brýna fyrir fólki að sinna þeim forvörnum sem rannsóknir hafa sýnt sig að virka. Regluleg hreyfing er eitt af því sem getur minnkað líkur á krabbameinum.
Það er oft vænlegra til árangurs að æfa með félögum en í einrúmi. Samstaða karlmanna gengur eins og rauður þráður í gegnum auglýsingaherferðir Mottumars.


Við erum að kalla þig út kall!
Að hreyfa sig á að vera eins og að spila á lúftgítar; hver og einn á að geta hreyft sig á sinn hátt. Það eina sem skiptir máli er að láta vaða og koma hjartanu af stað. Á bak við þessa hugsun smöluðum við fjölda manns til þátttöku í sjónvarpauglýsingu, ljósmyndatökum og viðburðum tengdum Mottumars 2024. Markmiðið var að vekja athygli á því að hreyfing þarf hvorki að vera flókin né leiðinleg. Í leiðinni seldum við Mottumarssokka sem tryggja Krabbameinsfélaginu nauðsynlegt rekstrarfé.


Til að halda Mottumarsátakinu á flugi allan marsmánuð var birtingum á hinni hefðbundnu flaggskipsauglýsingu fylgt eftir með ótal styttri útgáfum, viðburðum og almannatengslum. Reynslusögur miðluðu sögum karlmanna sem glímt hafa við krabbamein og skeggkeppnin var á sínum stað. Ástsælir leikarar og skemmtikraftar brugðu sér í gervi „Heilsuvarðarins“ og fengu vinnustaði til að hreyfa á sér skankana á skemmtilegan hátt. Bara hafa gaman!