Baráttan er ekki búin
Til heiðurs grasrótarstarfi og réttindarbaráttu

grafísk hönnun
hugmyndavinna
textasmíði
Hinsegin vagninn 2023
Það fer ekki framhjá neinum að baráttu hinsegin fólks fyrir sjálfsögðum mannréttindum er hverri nærri lokið. Mörgum líður eins og það sé komið bakslag og að fordómar sem ættu að heyra sögunni til hafa skotið upp kollinum víðs vegar í samfélaginu.
Til að vekja réttu hugrenningatengslin við baráttu fyrri áratuga sótti hönnunin innblástur í handgerð veggspjöld og klippimyndir. Grafísk hönnun sem margir tengja við pönk og grasrótarstarf þeirra sem hafa í gegnum tíðina þurft að bjarga sér sjálf með ljósritunarvélum, skærum og penslum.



Í stað þess að heilmerkja strætó, eins og hefð hefur verið fyrir undanfarin ár, var vagninn skreyttur á hátt sem minnir á veggspjöld sem hengd eru upp á húsveggjum.

