Haustlína Origo
Fersk lína af öflugum tölvum

Nýir skór, ný skólataska, ný skólatölva
hugmyndavinna
grafísk hönnun
hreyfigrafík
textasmíði
Lenovo er eitt sterkasta vörumerki tölvumarkaðarins á Íslandi. Markmiðið var að framleiða auglýsingar og markaðsefni sem höfðar til nema í framhaldsskólum og háskólum. Í stað þess að leggja áherslu á virkni Lenovo tölvanna, var ákveðið að sýna tölvur sem fylgihluti sem passa vel við persónulegan stíl nemenda.
Á hverju hausti koma nýjar línur tískuhúsanna og því fannst okkur við hæfi að framleiða Haustlínu Origo 2023. Ung og efnileg módel voru fengin til þess að sitja fyrir með vörum frá netverslun Origo.


